Wikipedia:Dagens skandinaviske artikel/Søndag/Uge 1, 2013
Palestína (latína: Palæstina; hebreska: ארץ־ישראל Eretz-Yisra'el, áður einnig nefnt פלשתינה Palestina; arabíska: فلسطين Filasṭīn, Falasṭīn) er eitt margra heita landsvæðis á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan svo og nokkurra aðliggjandi landsvæða.
Síðustu árþúsund hafa margar mismunandi landfræðilegar skilgreiningar verið notaðar til þess að afmarka það svæði sem kallað er Palestína. Þær skilgreiningar eru allar umdeildar í stjórnmálum. Víðasta skilgreiningin er sú sem notuð var af Bretum þegar þeim var veitt umboð af Þjóðabandalaginu á millistríðsárunum til þess að stjórna Palestínu en það svæði skiptist nú á milli Ísrael og heimastjórnarsvæða Palestínumanna. Frá stofnun Ísraels hefur orðið algengara að heitið Palestína vísi aðeins til þess síðarnefnda.